Fyrsta prófið búið :)

Jei jei þá er ég búin í fyrsta prófinu og gekk bara svona helv... vel.

Þetta próf var í Storia dell’Arte Moderna, eða listasögu og ég var búin að stressa mig svo mikið að ég var næstum orðin sköllótt. Kennarinn er ekkert rosalega næs, rosa ströng og ég var viss um að hún myndi bara spyrja mig tíkarlegra spurninga. En viti menn, ég þurfti ekki einu sinni að taka prófið hjá henni. Í dag var nefnilega fyrsti dagurinn til að taka þetta próf og það voru alveg rosalega mikið af nemedum svo að hún var með aðstoðarkennara með sér. Og ég fékk að tala við hana. Hún er miklu yngri, mikið indælli og spurði mig ekki einnar tíkarlegrar spurningar.  

Þetta er svaka fyndið system hérna, ég hef aldrei séð annað eins. Allir eru inni í stofunni að tala saman og svona og svo fer einn og einn upp til að tala við kennarann í svona 10 til 30 mínútur, fer eftir því hve vel gengur, og allir sem bíða geta bara alveg hlustað. Ég var rosalega stressuð líka út af því. Ekkert auðvelt að þurfa að babbla um e-ð á ítölsku og svara spurningum með hundrað manns að hlusta. En sem betur fer þá voru ekkert rosa margir í stofunni þegar ég fór að taka prófið svo það var léttir. En samt hættu allir, sem voru inni í stofunni, að tala og fóru að hlusta á mig taka prófið þegar þeir heyrðu að ég væri erasmusnemi, örugglega bara brandari fyrir þau að hlusta hehe.  Kennarinn spurði mig hvað ég hefði lesið og svo byrjaði ég bara að babbla e-ð um endurreisnatímann á Ítalíu og einhverja ítalska listamenn. Svo spurði hún mig bara mjög auðveldra spurninga, sagði mér að nefna listmálara, því ég hafði mest bara talað um einhverja arkitekta, svo ég fór bara að tala um Leonardo da Vinci, mjög þæginlegt þar sem það er alveg fullt hægt að segja um hann. Eftir á spurði hún mig hvort ég væri sátt við 28 stig af 30 mögulegum og ég tók því bara fegin. Eins og ég segi, mjög fyndið system hérna og rosalega gaman að kynnast þessu, svona eftirá þegar ég sá að prófið drap mig ekki eins og ég hélt í byrjun hehe.  

Í kvöld er ég svo að fara að hitta vini mína því við þurfum að plana ferðina til Elbu, við erum nefnilega búin að ákveða að fara í svona milliprófa frí á fimmtudaginn vúbbídú. Vonandi skín sólin allan tímann á eyjunni, það er nefnilega búið að rigna svolítið hér, og þótt það sé mjög hlýtt þá má regnið alveg hvíla sig. Ég er líka búin að heyra að það sé búið að vera bongóblíða heima sem mér fannst ekkert rosa gaman að heyra í bleytunni hér á Ítalíu.... humm þetta hljómar eitthvað skringilega :p.Sjáumst og gleðilegt sumar.... þótt seint sé ehe. Kossar og knús

Læt nokkrar random myndir fylgja Smile

Picture 027Picture 023

Picture 012Picture 015


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með árangurinn í prófinu. Frábært hjá þér. Mamma sagði mér stolt frá þessu í kvöld (þú hafðir talað við hana í símann fyrr í dag). Ég vissi að þú gætir þetta

Ég er farin að sakna þín mikið. Það verður gott að fá þig heim í ágúst.

Þín systir Anika

Anika (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 23:41

2 identicon

Hæhæ, til hamingju með prófið . Ég kíki alltaf reglulega til að fylgjast með þér, gangi þér vel í prófunum sem eru eftir

Kv. Heiða. 

Heiða (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 22:09

3 identicon

hæ hæ

Gaman að heyra frá þér ;) Ég vissi að þú myndir massa þessi próf enga trú á öðru ;)  Gangi þér vel og haltu áfram að skemmta þér svona vel ;)

Þóra Kristín (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 00:34

4 identicon

Hæ hæ snúlla :) ég vissi að þú gætir þetta engin spurning :)...... Maður er alveg hættur að fara á netið síðan sumarið góða á íslandi byrjaði :) heheh segi svona flottar myndir og þú orðin svaka brún :)
Haltu áfram að hafa gaman og gangi þér rosa vel :) knús og kossar frá mér til þín

Sessý (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband