Sikiley

Gleðilega páska elskurnar mínar!

Jæja þá er ég komin aftur heim til Genova eftir frábæra viku á Sikiley.

Anika og Öddi komu að heimsækja mig 15. mars á laugardegi. Ég og Andreina tókum á móti þeim á flugvellinum. Ég sýndi hjónaleysunum borgina eins og heimamanni sæmir og við áttum alveg ágætis tíma hér á norður Ítalíu.Picture 038

 

 

 

 

Á sunnudeginum ætluðum við að kíkja á fótboltaleik og það var nú meira en að segja það. Liðin sem kepptu voru Catania og Sampdoria sem er í Genova (skiptir mig alveg rosalega miklu máli hehe). En anywho þegar við komum á völlinn var okkur sagt að fara til höfuðstöðva Sampdoria til að kaupa miða því það er ekki hægt á völlinum....úff pínu vesen en okei, that's Italy. Tókum leigubíl til baka til þess að kaupa miða en þar komst ég að því að til þess að kaupa miða þarf að hafa vegabréf meðferðis sem ég hafði ekki. En Jjæja tuttugu mínútur í leik og ég dríf mig heim með leigubílnum til þess að ná í vegabréfið. Leigubílsstjórinn keyrði alveg á milljón og fyrr en varði vorum við á leiðinni aftur til baka með vegabréfið og allt í gúddí. Á leiðinni byrjar svo leigubílsstjórinn að tjatta við mig og spyr svona hvað ég sé að gera hér í Genova, hvað ég sé að læra og svona og ég hugsa að þetta sé indælis kall bara. Making small talk og svona. En viti menn svo spyr hann mig; já hvað segirðu er mikið að gera í skólanum, hefurðu lítinn frítíma? og ég svara alveg glórulaus; ha nei nei ég hef alveg fínan frítíma, er ekkert mikið í skólanum. Þá vill gaurinn bara bjóða mér á deit, og frekar ýtinn líka, úff og ég bara sagði ég held nú síður og var eiginlega frekar pirruð á þessu......ég meina við erum að tala um svona sextugan kall, ekki beint mín týpa hehe. En eftir þetta hætti ég að tala við hann og loks komust við aftur að miðasölunni þar sem Anika og Öddi biðu. En þá hafði víst miðavélin bilast og ekki hægt að kaupa miða. Þannig að við komust ekki á leikinn eftir allt saman, frekar leitt þar sem við vorum búin að ferðast út um allan bæ og orðin frekar spennt fyrir leiknum. En svona er þetta, vði greinilega áttum ekki að komast á þennan leik.Picture 041

            En allaveganna eftir smá tíma í Genova eyddum við viku á Sikiley og það var alveg frábært. Sikiley er rosalega falleg en svolítið ólík meginlandinu finnst mér. Minnti mig svolítið á grísku eyjarnar nema að á Sikiley er aðeins meiri gróður og ekki eins hvít hús. Í Catania, þar sem við gistum, virða menn sko alls ekki umferðareglurnar. Menn keyra bara eins og þeim sýnist. Rautt ljós skiptir engu máli og grænt ljós gefur þar af leiðandi mjög falskt öryggi. Öddi er algjör hetja að geta keyrt þarna um og án þess að lenda í árekstri. Allir bílarnir eru klesstir þarna og ekki skrítið þar sem á einni akgrein keyra bílar í þrem röðum og hver ofan í öðrum hehe.Picture 089

Auk Catania skoðuðum við Ragusa, Modica, þar sem við smökkuðum Modicískt súkkulaði sem er brætt við svo lítinn hita að sykurinn leysist ekki upp þannig að maður bryður sykurinn við að éta súkkulaðið (ekki gott). Við skoðuðum líka Noto, Enna, Taormina þar sem var svakalega flott útsýni, Siracusa og fleira. Við vorum líka heppin með veður. Mjög þæginlegt hitastig til að ferðast í. Það var rosalega gaman að sjá eyjuna og ég mæli með því að þið kíkjið einhvern daginn.

En já sem sagt núna er ég komin aftur heim til Genova og ætla að vera dugleg í skólanum, og félagslífinu að sjálfsögðu hehe ;). Svo læt fylgja með nokkrar myndir frá ferðinni.Picture 388

RÆND eftir einn mánuð á Ítalíu!!

Ég trúi ekki enn að ég hafi verið rænd en það er víst svo.Picture 55

Síðasta miðvikudag var veskinu mínu stolið og í því var debit kortið mitt, kredit kortið, ökuskírteinið, háskólaskírteinið, erasmus skírteinið og um 30.000 krónur sem ég var nýbúin að taka út úr hraðbanka.  Um morguninn þegar ég vaknaði var ég frekar slöpp og það tók mig um korter að peppa mig upp í að fara í skólann. Ég átti tíma í Listasögu. Í tímanum var ég endalaust að hósta og snýta mér svo ég ákvað að fara pínu fyrr úr tímanum. Ég ætlaði að drífa mig heim að leggja mig áður en næsti tími myndi byrja.

Þegar ég kom út úr tímanum mundi ég eftir því að ég þurfti að fara í hraðbanka og taka út pening fyrir leigunni. Ég hafði tekið bæði kortin með mér til þess að vera viss um að geta tekið nóg út úr hraðbankanum. Vanalega er ég ekki með bæði kortin á mér. Þegar ég var nýbúin að taka peninginn út og var á leið í metroið til að komast heim þá hringir síminn. Ég stóð þarna eitthvað að vesenast með veskið mitt, símann og bakpokann svo ég set veskið í bakpokann. Síðan finn ég allt í einu eitthvað og kíki aftur á bakpokann. Hann er þá bara galopinn og veskið horfið!!! Einhver aumingi búinn að stela veskinu mínu!! Það fyrsta sem ég hugsaði var að loka kortunum mínum svo ég ætlaði að hringja í einhvern til að hjálpa mér en mundi þá eftir að ég var ekki með neina inneign á símanum. Þá hugsaði ég: ok, best að kaupa inneign, en nei úps enginn peningur......Þá var ég bara alveg....shiiiiiitttt... ég verð að drífa mig heim á netið til að ná í einhvern.  

Ég dreif mig með metro heim, kveikti á tölvunni í flýti og vonaðist til að einhver væri online til að hjálpa mér. Sem betur fer var Ingunn á msn og hún hringdi í Ödda fyrir mig sem hringdi svo strax í mig. Þegar ég byrjaði að tala við Ödda brotnaði ég alveg bara niður og fór að háskæla. En Öddi er svo klár og hann hjálpaði mér ekkert smá mikið. Hann bara reddaði öllu fyrir mig. Hringdi í bankann minn og lét loka kortunum og pantaði ný kort í leiðinni. Ég veit bara ekki hvað ég hefði gert ef hann hefði ekki hjálpað mér svona.....takk Öddi :).

Ég fór svo að tala við lögguna sem skrifaði skýrslu um atvikið, fór langur tími í að skrifa nafnið mitt og að tala um nafnið á bankanum mínum, Kaupthing, hehe. Löggan sagði mér að í 80% tilvika þá finnst veskið aftur með kortunum (en engum pening of course) og þeir ætla að hringja ef veskið mitt finnst, sem ég vona. Þessir lúða dópistar taka víst oftast bara peninginn og láta kortin í friði. Svaka “heppilegt” að ég var nýbúin að taka út leigupening :( . 

En fyrir utan smá uppnám og reiði í garð þessa steliþjófa þá líður mér bara ágætlega og

shit happens........but I won’t let it happen again!!! Ehehe

 

Ætla svo smá út að skemmta mér í kvöld og hætta að hugsa um þennan óhappa miðvikudag.  

Bara rétt rúm vika þangað til Anika og Öddi koma í heimsókn, get ekki beðið. Hlakka til að sjá ykkur.

 

Læt svo nokkrar myndir fylgja.....Picture 069

 Picture 057Picture 071


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband