Þá er ég komin til Genova.
Flugið gekk bara vel, frekar lítil flugvél, myair heitir flugfélagið. Ég lenti við hliðina á ítölskum manni sem talaði mjög mikið um skó. Hann er að vinna fyrir skófyrirtæki og var að koma frá París þar sem hann gekk á milli skóbúða og talaði við skóbúðareigendur um skóna sína og þeirra skó og blablabla. Fínasti kall bara, en ég hefði kannski valið annað umræðuefni. Hann talaði einnig mikið um það hvað það væri leiðinlegt að ferðast með nískum yfirmanni sínum en virtist ekki hafa minnstar áhyggjur af því að sá hinn sami yfirmaður sat hinum meginn við hann. Sem betur fer var flugið frá París aðeins klukkutími og tíu mínútur.
Í morgun fór ég upp í háskóla og beið mjög lengi áður en ég fattaði að ég var á vitlausum stað að bíða. Ég átti víst að fara einni hæð ofar. En allaveganna gekk þetta næstum því að lokum. Á mánudaginn þarf ég að fara aftur á sama stað til þess að láta einhvern fá þá pappíra sem ég fékk í morgun. En í dag þegar ég loks fékk þessa pappíra var búið að loka skrifstofunni sem tekur á móti þeim, en það var um hádegi. Nota bene þessar tvær skrifstofur eru á sama staðnum, bara á mismunandi hæð. Vitlausi staðurinn fyrr um morguninn var sem sé ekki svo vitlaus eftir allt saman. Skil ekki alveg af hverju skrifstofan sem gaf mér pappírana í morgun lætur ekki bara hina skrifstofuna fá pappírana beint.....allt mjög skondið samt hehe.
Bloggar | 1.2.2008 | 18:19 (breytt 2.2.2008 kl. 11:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)