Búin að finna íbúð :p

Hæ hó ég er búin að finna íbúð jibbí jei, eða það er að segja herbergi í íbúð.

Íbúðin er í götu sem heitir Via Pagano Doria og er númer 5, gott að vita ef þið ákveðið að kíkja í kaffi. :p Ég flyt inn 1. mars og verð þá hjá Andreinu þangað til, hún er svo góð að leyfa mér að vera. Stelpan sem býr í íbúðinni er rosa almennileg. Mér finnst líka gott að búa ekki í troðfullu húsi. Ein stelpa býr með sex öðrum stúdentum og þau þurfa öll að nota eitt baðherbergi, það er svolítið þröngt finnst mér. Íbúðin mín er hreinleg og hitunin í húsinu á víst að vera betri en gengur og gerist. Það er stór plús þar sem það er eiginlega alltaf kalt í húsunum hérna á veturna. Eini gallinn við íbúðina er sá að það er ekki internet :/ en ég verð þá bara að fara á internetið í skólanum og á svona internet kaffihúsum, það hlýtur að vera nóg.

Ég byrjaði í ítölskutímum á þriðjudaginn og er búin að fara í tvo tíma. Tímarnir verða alla þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 16-18. Ég tók svona stöðupróf og lenti í hópi tvö af þrem hópum. Ég er með Pegli strákunum í tíma og fullt af fólki frá Portúgal og Frakklandi. Kennarinn er ung kona og hún er alltaf að sussa á okkur, ég held að hún sé vön því að kenna litlum krökkum hehe. En hún er mjög indæl og er alltaf brosandi, þegar hún er ekki sussandi. Enn sem komið er eru tímarnir frekar auðveldir en ég vona að þeir eigi eftir að þyngjast svo ég læri meira, oh ég er svo námsfús hehe;).

Bæði í gær og á þriðjudaginn fórum við eftir ítölskutímann á kaffihús saman, erasmusarnir, og ég elska svona aperitivo! Þetta er svo sniðugt, maður bara kaupir sér einn drykk (bjórinn hefur hingað til verið vinsælastur) og svo borðar maður frítt. Á sumum stöðum er meira að segja svona hlaðborð, alveg frítt. Reyndar er bjórinn á þessum hlaðborðsstöðum svolítið dýrari en annars staðar en þá fyllir maður bara diskinn ;). Þá þarf ekkert að elda (ekki að það hafi verið vandamál hingað til hjá mér þar sem það er alltaf kvölmatur heima í Multedo). 

Um helgina kíki ég kannski eitthvað út fyrir bæinn með Söndru og fleirum. Ágætt að nýta tímann áður en skólinn byrjar.

Ég held að ég byrji í tímum á mánudaginn, en ég er enn að reyna að læra á kerfið hérna. Mér skilst að maður fari bara í þá tíma sem maður vill og svo verður maður bara að passa sig á að skrá sig í rétt próf. Ég er nokkuð viss núna hvaða fög ég vil taka en svo verð ég bara að sjá hvernig gengur að læra á ítölsku. Einn franskur gaur benti mér á að taka ensku, eitt svona létt fag, bara til þess að fá meiri einingar. Hann ætlar að gera það þó svo að það sem hann er að læra komi því eiginlega ekki við svo kannski ég geri það bara líka, hver veit. 

Annars er allt gott að frétta héðan frá ítalíu, veðrið er búið að vera mjög fínt. Það er alltaf sól en svolítill vindur.  Jæja verð að fara að læra fyrir ítölskutímann á morgun. 

Læt fylgja með mynd af mér og Kristófer sem var tekin rétt áður en ég fór út. :)


Bloggfærslur 14. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband