Sirkus og fleira

SirkusÍ gærkvöldi fór ég í fyrsta skipti á ævinni í sirkus. Það voru alveg fullt af litlum krökkum en að var mjög viðeigandi því mér leið svolítið eins og krakka líka. Riccardo og Lucia (bróðir Fabio og kærasta hans) buðu mér.  Það var margt skemmtilegt að sjá en það sem mér fannst magnaðast var þegar fimm lítil mótorhjól keyrðu um í lítilli kúlu allir á sama tíma. Það var alveg svakalegt. Svo voru líka púddluhundar og svona poný poný dverghestar, alveg ógeðslega sætir, sem gerðu alls konar kúnstir saman. Það var mjög flott líka.  Mjög skemmtileg fyrsta reynsla af sirkus. :)

Enn eru margir erasmus nemar húsnæðislausir líkt og ég. Ég er þó svo heppin að þurfa ekki að borga fyrir gistingu á hosteli. Fimm erasmus strákar ákváðu að leigja húsnæði á vegum SASS, skemmtilega skrifstofan fyrir útlendinga, í Pegli. Pegli er aðeins lengra í burtu frá miðbæ Genova en Multedo þar sem ég er nú (fyrir mig tekur um 40 mínútur í bæinn með strætó). Þessir gaurar eru Eduardo frá Spáni, Jonas frá Svíþjóð, Miku og Niku frá Finnlandi og úps ég man ekki alveg frá Þýskalandi. Í fyrradag fór ég með þeim ásamt Isabelle frá Spáni að skrifa undir samninginn fyrir íbúðina. Þá var þeim sagt að fyrri leigendur hefðu ekki borgað rafmagnsreikninginn og því yrðu þeir líklega rafmagnslausir í viku. Og vegna þess að það er ekkert rafmagn þá er heldur ekkert heitt vatn.......úps æi greyin. Veit ekki hvort það komi málinu við en okkur var sagt að fyrri leigendur hefðu verið vændiskonur......og ég sem hélt að Pegli væri svo saklaus staður, en ætli þær séu ekki í hverjum bæ. Þegar við komum út af skrifstofunni talaði Miku eða Niku við mig (man aldrei hvor er hvað) og sagði að hann væri ekki svo viss um íbúðarvalið :/ svo ég reyndi eftir bestu getu að hughreysta hann og minnti hann einnig á að skipta á rúmfötunum haha :P.

Í kvöld er ég að fara á fyrsta official erasmus partýið. Eða allaveganna er einn staður sem auglýsir ódýran bjór í kvöld fyrir erasmusa. Vonum að það verði fjör.

Á mánudaginn fer ég svo að skoða íbúð í miðbænum. Þar býr ein 26 ára ítölsk stelpa, ég vona að ég fái þá íbúð (herbergi í íbúð). Ég fór á miðvikudaginn að skoða aðra íbúð (herbergi í íbúð) en mér leist ekki á hana....hún var svolítið of skítug fyrir minn smekk, kannski er ég of mikil pempía en ef það er ekki hreint þá get ég ekki sofið :/. 

Annars allt gott :)  Kíkið á hjólin í kúlunni! (þ.e.a.s. ef ég næ að upphlaða því).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að skoða myndirnar og þær eru flottar.

Ætlaði að skrifa við eina en það mistókst hjá mér.

Kveðja ma

Mamma (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 16:21

2 identicon

Vonandi á þetta allt eftir að reddast Gunný mín en það er gott að vita af því að þú er á góðum stað :) Og vonandi finnuru drauma íbúðina í dag :)  Flottar myndir :)

Hafðu það gott Bestu kveðjur Sessý

Sessý (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 14:48

3 identicon

Skemmtilegt að lesa bloggið þitt. Flottar myndir af Genova

Gangi þér vel í íbúðaleit Gunný mín

Anika (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband