RÆND eftir einn mánuð á Ítalíu!!

Ég trúi ekki enn að ég hafi verið rænd en það er víst svo.Picture 55

Síðasta miðvikudag var veskinu mínu stolið og í því var debit kortið mitt, kredit kortið, ökuskírteinið, háskólaskírteinið, erasmus skírteinið og um 30.000 krónur sem ég var nýbúin að taka út úr hraðbanka.  Um morguninn þegar ég vaknaði var ég frekar slöpp og það tók mig um korter að peppa mig upp í að fara í skólann. Ég átti tíma í Listasögu. Í tímanum var ég endalaust að hósta og snýta mér svo ég ákvað að fara pínu fyrr úr tímanum. Ég ætlaði að drífa mig heim að leggja mig áður en næsti tími myndi byrja.

Þegar ég kom út úr tímanum mundi ég eftir því að ég þurfti að fara í hraðbanka og taka út pening fyrir leigunni. Ég hafði tekið bæði kortin með mér til þess að vera viss um að geta tekið nóg út úr hraðbankanum. Vanalega er ég ekki með bæði kortin á mér. Þegar ég var nýbúin að taka peninginn út og var á leið í metroið til að komast heim þá hringir síminn. Ég stóð þarna eitthvað að vesenast með veskið mitt, símann og bakpokann svo ég set veskið í bakpokann. Síðan finn ég allt í einu eitthvað og kíki aftur á bakpokann. Hann er þá bara galopinn og veskið horfið!!! Einhver aumingi búinn að stela veskinu mínu!! Það fyrsta sem ég hugsaði var að loka kortunum mínum svo ég ætlaði að hringja í einhvern til að hjálpa mér en mundi þá eftir að ég var ekki með neina inneign á símanum. Þá hugsaði ég: ok, best að kaupa inneign, en nei úps enginn peningur......Þá var ég bara alveg....shiiiiiitttt... ég verð að drífa mig heim á netið til að ná í einhvern.  

Ég dreif mig með metro heim, kveikti á tölvunni í flýti og vonaðist til að einhver væri online til að hjálpa mér. Sem betur fer var Ingunn á msn og hún hringdi í Ödda fyrir mig sem hringdi svo strax í mig. Þegar ég byrjaði að tala við Ödda brotnaði ég alveg bara niður og fór að háskæla. En Öddi er svo klár og hann hjálpaði mér ekkert smá mikið. Hann bara reddaði öllu fyrir mig. Hringdi í bankann minn og lét loka kortunum og pantaði ný kort í leiðinni. Ég veit bara ekki hvað ég hefði gert ef hann hefði ekki hjálpað mér svona.....takk Öddi :).

Ég fór svo að tala við lögguna sem skrifaði skýrslu um atvikið, fór langur tími í að skrifa nafnið mitt og að tala um nafnið á bankanum mínum, Kaupthing, hehe. Löggan sagði mér að í 80% tilvika þá finnst veskið aftur með kortunum (en engum pening of course) og þeir ætla að hringja ef veskið mitt finnst, sem ég vona. Þessir lúða dópistar taka víst oftast bara peninginn og láta kortin í friði. Svaka “heppilegt” að ég var nýbúin að taka út leigupening :( . 

En fyrir utan smá uppnám og reiði í garð þessa steliþjófa þá líður mér bara ágætlega og

shit happens........but I won’t let it happen again!!! Ehehe

 

Ætla svo smá út að skemmta mér í kvöld og hætta að hugsa um þennan óhappa miðvikudag.  

Bara rétt rúm vika þangað til Anika og Öddi koma í heimsókn, get ekki beðið. Hlakka til að sjá ykkur.

 

Læt svo nokkrar myndir fylgja.....Picture 069

 Picture 057Picture 071


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 hæ hæ Gunnýlingur sessý sagði mér þetta á miðvikudaginn alveg ömurlegt að heyra þetta vonandi finnast kortin þín og þessi bévítast ræningi láti þau vera við erum á fullu í vettvangsnámi núna tíminn líður ekkert smá hratt vikan alveg búin að þjóta áfram en þú heldur bara ótrauð áfram og lætur þetta ekki bögga þig lengur og heldur áfram að skemmta þér þín var sárt saknað á árshátíðinni við vorum nátturlega blekaðar eins og venjulega og mættum of seint og smygluðum inn bjór eins og í fyrra haha en það tókst í þetta skipti :) knús og kossar úr snjónum :)

Þóra Kristín (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 14:52

2 identicon

Æi æi elsku litla krúttið mitt :( Bjallaði í Imbuling og hún sagði mér frá þessu reyndi nú að ná í þig :) en vildi ekki bögga þig mikið vissi ekki hve alvarlegt þetta væri æiæi..... Þetta er alveg ömulegt og eitthvað sem maður er ekki vanur :(

En það sem er fyrir bestu er að þú ert OK :) og mér er mikill léttir :) var nú að hugsa um að bjalla í mömmu þína en ákvað að bíða þar til bara já í dag og ATH hvort einhver færsla kæmi :)

Ömurlegt við vorum einmitt að tala um á SKype að þú þyrftir að borga leigu, eitthvað meira en þú bjóst við æiæiæiæiiæ

En elsku Gunný min farðu varlega í kvöld og góða skemmtun :)
Knús og kossar
Frá OKKUR hjúunum

sessý (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 17:32

3 identicon

Oj en ömurlegt að þú hafir verið rænd!!!

Þvílík óheppni líka að þú hafir verið með svona mikinn pening á þér :(

Vona að lukkan leiki við þig restina af tímanum þínum á Ítalíu :)

Krúsa (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 17:56

4 identicon

Ég skal bara koma og buffa þessa ræniningja... algerir aular!! Þeir skulu sko passa sig ef ég kem í heimsókn..

En það er gott að þú átt góða að og þetta reddaðist.. og mikið var gaman að heyra í þér um daginn.. ég fékk það á tilfinninguna að þú hefðir aldrei farið.. og værir ekkert í einhverstaðar lengst í  burtu heldur bara í næsta húsi .. en svo er víst ekki.. svo ég bíð bara spennt og tel niður dagana.. 11. ágúst is THE DAY!!

Hafðu það gott og farðu varlega..RISA knús... Imbulingur :* 

Imba (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:43

5 identicon

jæja er ekkert að frétta frá Ítalíu ........ bíð spennt eftir næsta bloggi :) ætli þú sért ekki núna að ferðast eitthvað með Aniku og Ödda.........

Hafðu rosa gaman bið að heilsa
Bestu kveðjur
Sessý

Sessý (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband