Í gær fór ég með Söndru (frá Sviss) og Viki (frá Kanada) til Nervi. Nervi er lítill bær rétt hjá Genova. Ég vaknaði klukkan um hálf níu til þess að ná því að taka strætó niður í bæ og hitta stelpurnar klukkan 11. Ég varð pínu pirruð þegar ég var að bíða eftir strætó því einhver svona krípí krípí gamall kall starði á mig. Ég þoli ekki þegar fólk bara starir og svo hættir það ekki einu sinni þegar maður horfir á það til baka. Mér finnst það svo dónalegt og auðvitað rosa óþæginlegt. En allaveganna þegar ég kom í miðbæ Genova var ég að frjósa, það var alveg ógeðslega kalt. Kaldara en það hefur nokkurn tímann verið síðan ég kom hingað. Ég gleymdi húfunni minni heima svo að ég meira að segja keypti mér ódýra húfu áður en vil héldum af stað til Nervi. (Ég held að þessi húfa myndi gera Ödda stoltan hehe)
Ég Sandra og Viki tókum svo stætó saman til Nervi og það tók um 25 mínútur. Nervi er rosa sætur og rólegur bær með mjög vinsamlegu fólki, reyndar finnst mér Ítalir yfir höfuð vera vinsamlegt fólk.
Þið getið séð hér að neðan hvar Nervi er, til hægri við Genova við sjóinn. Multedo er hinum megin á milli Sestri og Pegli. (Stendur ekki á kortinu).
Í Nervi var svo miklu betra veður, ekkert smá skrítið. Bara rétt hjá Genova og miklu hlýrra. Við gengum gangstíg við sjóinn og kíktum í einhvern almenningsgarð, mjög fínt. Síðan tók við um 30 mínútna leit að veitingastað. Loksins settumst við úti á veitingastað við hafið. Það var svo hlýtt að sitja þar úti að það var eins og um sumar, alveg æðislegt! Ég var þarna bara á bolnum að borða ís í sólskini og furðaði mig á því að aðeins um þrem tímum áður hafði ég keypt mér húfu því mér var svo kalt. Alveg fáránlegt hehe.
Síðan þegar við komum aftur í bæinn, til Genova, bjargaði húfan mér aftur því þar var vetur.
Í gærkvöldi elduðum við þrjár svo saman heima hjá Viki. Það var mjög fínt. Í dag er ég kvefuð og ætla ekki út vegna þess að skólinn byrjar á morgun og ég verð að vera frísk fyrir skólann :p.
Flokkur: Bloggar | 17.2.2008 | 10:57 (breytt kl. 13:44) | Facebook
Athugasemdir
Hæhæ.. bara að kommenta því það er svo gaman þegar einhver nennir því.. :)
Ekkert nýtt að frétta frá því ég sendi þér póst í gær... takk æðislega fyrir afmæliskortið.. það var algert æði!!
Skondið með veðrið.. þetta er næstum því bara eins og á Íslandi.. ;)
Sakna þín obboslega :(
Kv. Imba
Imba (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.