Vikan sem er að líða.

9Á mánudaginn fór ég í minn fyrsta tíma í háskólanum hér í Genova. Fagið var Psicologia dell'Apprendimento, sálfræði náms eða e-ð svoleiðis. Ég var pínu stressuð fyrir tímann en þetta gekk alveg ágætlega. Reyndar skildi ég eiginlega ekki neitt en gerði mitt besta að reyna að fylgjast með og glósa. Hinir nemedurnir hafa  örugglega haldið að ég væri rosa proffi hehe. Verst að ég skildi ekki alveg allt sem ég var að skrifa. Ég er ekki alveg viss hvort ég vilji halda áfram í þessu námskeiði en ég sé til.

Á þriðjudaginn fór ég í fyrsta tímann í Storia dell'arte Moderna, listaögu, og sá tími gekk mun betur og ég held að þetta fag geti verið mjög skemmtilegt.

Í gær fór ég svo á skauta í fyrsta skipti í langan tíma. Það var skipulagt af Gruppo Erasmus Genova en ég er meðlimur í þeim hópi, er meira að segja með kort með mynd og allt hehe. Það var mjög skemmtilegt og mér er sönn ánægja að segja að ég datt ekki einu sinni einu sinni :p. Eftir skautana fengum við okkur heitt kakó með rjóma. 

 

 Í dag fór ég með Andreinu í smá leiðangur. Fyrst fórum við í Vodafone búðina í Sestri (rétt hjá Multedo) til þess að athuga með svokallaðan Vodafone key eða internet key. Með þessum usb lykli er víst hægt að fara á internetið hvar sem er. Þetta gæti verið mjög sniðugt fyrir mig þar sem það er ekki internet tenging í íbúðinni sem ég flyt í.  Ég ætla samt að hugsa málið og sjá hvort það borgi sig, best að spyrja Riccardo eins og Andreina sagði :).

Ég og Andreina fórum einnig að fá okkur Aperitivi í Sestri. Við sátum úti því í dag var rosa gott veður, sól og allt. Eftir aperitivo lá leiðin í Ikea. Það var alveg eins og að vera komin aftur heim til Íslands, ekki mikill munur á ikeabúðunum hehe. Ég keypti mér lak, kerti og inniskó :).

Á morgun ætlum við, erasmusar, að skella okkur í bíó á einhverja ítalska bíómynd og á laugardaginn er svo erasmus partý jibbí. 

Læt nokkrar myndir frá skauta-ævintýrinu fylgja.

Góða helgi :).

72

 

 

6

 

          8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband