Oh svo menningarleg :p

Hæ hæ. Mikið rosalega er ég menningarleg, ég bara verð að skrifa svolítið um það.

Á föstudagskvöldið fór ég í bíó, okei kannski ekkert rosalega menningarlegt nema að þetta var sko ítölsk rómantísk mynd sem heitir Parlami d'amore eða talaðu við mig um ástina. Alveg ágætis ræma svo sem og ég skildi allt sem þurfti að skilja, enda ekki svo flókið að skilja rómantískar myndir hehe.

Þegar myndin var búin fórum við á bar sem er við höfnina eins og svo oft áður. Við hlógum mjög mikið og höfðum pínu hátt.  Allt í einu kemur einn þjónninn með blað sem er kurlað saman. Þegar við opnum blaðið stendur á ítölsku, "þið eruð frábærar, frá þjónunum." Hehe. Við vildum skrifa til baka smá þakkir en það tók sinn tíma. Ég held að það hafi tekið um hálftíma til fjörtíu mínútur að skrifa "takk, sömuleiðis, frá frábæru stelpunum" haha.  Það voru fullt af rifum í blaðinu vegna þess að við hættum svo oft við að skrifa eitthvað og við vorum ekki með strokleður hehe. Sex stelpur og allar frá sitthvoru landinu að ákveða saman eitt svar á ítölsku úff úff.....

Svo á laugardaginn var erasmus partý á Palazza Ducale í miðbænum. Fór seint að sofa og var því pínu þreytt daginn eftir þegar ég fór á annan menningarlegan atburð. 

Þessi mennigarlegi atburður var ballet/danssýning. Passion hét sýningin og var eiginlega svona nútíma dans um alls konar ástríðu og líka um Jesú Krist ef ég náði þessu rétt. Rosalega gátu dansararnir dansað, alveg svaka flott. Í fyrsta skipti sem ég hef séð svona sýningu og varð ekki fyrir vonbrigðum. Hér fyrir neðan má sjá sýninshorn.

Passion

 

 

 

momix

 

 
Annað kvöld er svo þriðji menningarlegi atburðurinn en þá fer ég með erasmusum í leikhús, jibbí. Allt á ítölsku og hef ekki hugmynd um hvað leikritið er en vona að það verði gaman.

Svo eins og þig sjáið þá er ég ekki aðeins að djamma heldur einnig að virkja mína menningarlegu hlið hehe. Þið getið svo kíkt á smá myndir frá helginni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þetta hefur verið svaka stuð :) rosa gaman að heyra að allt gangi vel :)Haltu þessum blogg-færslum áfram gaman að lesa :) Erum bara allar að fara á árshátíð á föstudaginn :) það hefði nú verið gaman ef þú gætir tekið einkaþotu hingað og skemmt þér aðeins með okkur :)

En hafðu það gott knús og kossar frá mér til þín Sessý

Sessý (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 14:45

2 identicon

Hæhæ sæta =)

Það munar ekkert um menninguna..frábært að heyra.. maður væri nú alveg til í eitthvað svona.. 

Ég kommentaði nú um daginn einhverja svaka færslu.. en klúðraði því svo og fór þá í fýlu og nennti ekki að skrifa það aftur :P

er alveg sammála Sessý að það hefði verið gaman að hafa þig á morgun.. en við skálum fyrir þér í staðinn bara og sendum þér mynd ;)

Hafðu það gott elsku bestasta Gunný mín :*

Kv. Imba 

Imba (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:58

3 identicon

Bara að kasta á þig kveðju, farðu vel með þig :)

kv. Laufey

Laufey (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband