Sikiley

Gleðilega páska elskurnar mínar!

Jæja þá er ég komin aftur heim til Genova eftir frábæra viku á Sikiley.

Anika og Öddi komu að heimsækja mig 15. mars á laugardegi. Ég og Andreina tókum á móti þeim á flugvellinum. Ég sýndi hjónaleysunum borgina eins og heimamanni sæmir og við áttum alveg ágætis tíma hér á norður Ítalíu.Picture 038

 

 

 

 

Á sunnudeginum ætluðum við að kíkja á fótboltaleik og það var nú meira en að segja það. Liðin sem kepptu voru Catania og Sampdoria sem er í Genova (skiptir mig alveg rosalega miklu máli hehe). En anywho þegar við komum á völlinn var okkur sagt að fara til höfuðstöðva Sampdoria til að kaupa miða því það er ekki hægt á völlinum....úff pínu vesen en okei, that's Italy. Tókum leigubíl til baka til þess að kaupa miða en þar komst ég að því að til þess að kaupa miða þarf að hafa vegabréf meðferðis sem ég hafði ekki. En Jjæja tuttugu mínútur í leik og ég dríf mig heim með leigubílnum til þess að ná í vegabréfið. Leigubílsstjórinn keyrði alveg á milljón og fyrr en varði vorum við á leiðinni aftur til baka með vegabréfið og allt í gúddí. Á leiðinni byrjar svo leigubílsstjórinn að tjatta við mig og spyr svona hvað ég sé að gera hér í Genova, hvað ég sé að læra og svona og ég hugsa að þetta sé indælis kall bara. Making small talk og svona. En viti menn svo spyr hann mig; já hvað segirðu er mikið að gera í skólanum, hefurðu lítinn frítíma? og ég svara alveg glórulaus; ha nei nei ég hef alveg fínan frítíma, er ekkert mikið í skólanum. Þá vill gaurinn bara bjóða mér á deit, og frekar ýtinn líka, úff og ég bara sagði ég held nú síður og var eiginlega frekar pirruð á þessu......ég meina við erum að tala um svona sextugan kall, ekki beint mín týpa hehe. En eftir þetta hætti ég að tala við hann og loks komust við aftur að miðasölunni þar sem Anika og Öddi biðu. En þá hafði víst miðavélin bilast og ekki hægt að kaupa miða. Þannig að við komust ekki á leikinn eftir allt saman, frekar leitt þar sem við vorum búin að ferðast út um allan bæ og orðin frekar spennt fyrir leiknum. En svona er þetta, vði greinilega áttum ekki að komast á þennan leik.Picture 041

            En allaveganna eftir smá tíma í Genova eyddum við viku á Sikiley og það var alveg frábært. Sikiley er rosalega falleg en svolítið ólík meginlandinu finnst mér. Minnti mig svolítið á grísku eyjarnar nema að á Sikiley er aðeins meiri gróður og ekki eins hvít hús. Í Catania, þar sem við gistum, virða menn sko alls ekki umferðareglurnar. Menn keyra bara eins og þeim sýnist. Rautt ljós skiptir engu máli og grænt ljós gefur þar af leiðandi mjög falskt öryggi. Öddi er algjör hetja að geta keyrt þarna um og án þess að lenda í árekstri. Allir bílarnir eru klesstir þarna og ekki skrítið þar sem á einni akgrein keyra bílar í þrem röðum og hver ofan í öðrum hehe.Picture 089

Auk Catania skoðuðum við Ragusa, Modica, þar sem við smökkuðum Modicískt súkkulaði sem er brætt við svo lítinn hita að sykurinn leysist ekki upp þannig að maður bryður sykurinn við að éta súkkulaðið (ekki gott). Við skoðuðum líka Noto, Enna, Taormina þar sem var svakalega flott útsýni, Siracusa og fleira. Við vorum líka heppin með veður. Mjög þæginlegt hitastig til að ferðast í. Það var rosalega gaman að sjá eyjuna og ég mæli með því að þið kíkjið einhvern daginn.

En já sem sagt núna er ég komin aftur heim til Genova og ætla að vera dugleg í skólanum, og félagslífinu að sjálfsögðu hehe ;). Svo læt fylgja með nokkrar myndir frá ferðinni.Picture 388

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh þetta hefur verið alveg frábært hjá ykkur :) Leitt með leikinn og kallinn hefði nú alveg getað verið aðeins yngri heheheheh :)
En hafðu það sem allra best og gangi þér vel í skólanum... eigum eftir eina viku í veettvangsnáminu skólinn byrjar aftur á morgun miðvikudag :) og já setti inn nokkrar myndir af árshátíðinni þær eru á heimasíðunni minni undir myndirnar okkar :) ef þig langar að kíkja :)

En hafðu það rosa gott bið að heilsa í bili
Knús knús
Sessý

Sessý (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 12:18

2 identicon

Bara að kvitta fyrir mig.... því ég les alltaf bloggið.. og mér finnst gaman að fólk kvitti.. svo maður viti að einhver lesi það sem maður skrifar

Af mér er samt mest lítið að frétta. er búin að vera í leti og verð það næstu vikuna þar sem við erum víst búnar með vettvangsnámið á undan hinum en ég kvarta að sjálfsögðu ekki.. 

Heyrumst.. Imba

Imba (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 16:02

3 identicon

jæjæ gella bara nóg að gera :) ööööö ég er búin að reyna að vera að fylgjast með skypinu en þín er aldrei þar ööööööö
hvað er annar að frétta frá Ítalíu :)
knús og kossar
Sessý

Sessý (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 18:05

4 identicon

Takk fyrir skemmtilega ferð það hefði ekki verið eins gaman án þín. Flottar myndir. Leiðinlegt að vera komin heim í kuldann.

Kossar og knús

Anika (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband