Komin aftur

Jæja þá er ég komin aftur frá Bologna.Smile

 

Við fórum sjö saman á laugardagsmorgun, ég, Sandra, Isabelle, Niko, Mikko, Jonas og Enrico. Ég vaknaði klukkan um korter yfir fjögur á laugardagsmorgun því að lestin til Bologna fór klukkan rétt fyrir sex. Kvöldið áður var afmælið hennar Nönu svo að ég fór ekkert rosalega snemma að sofa, svaf heila þrjá tíma. Ferðin til Bologna tók þrjá og hálfan tíma og vorum við því komin rétt fyrir klukkan tíu. Eftir að hafa hent dótinu inn á hostelið fórum við að skoða okkur um í Bologna.

Picture 025

 

Fyrst fórum við að skoða turnana tvo sem eru á Piazza di Porta Ravegnana. Turnarnir eru eins konar tákn fyrir Bologna frá miðöldum. Við ákváðum að fara upp annan turnin og völdum þann hærri að sjálfsögðu, sá er 97 metra hár með 498 þrep. Stigarnir voru alveg rosalega grannir og ég var svolítið lofthrædd, sérstaklega þegar ég þurfti að labba niður því þá þurfti ég að horfa niður. Þrepin virtust endalaus en að lokum komumst við á toppinn og útsýnið var alveg æðislegt!

Picture 053

 Picture 064Picture 075

Eftir þessa góðu líkamsrækt ákváðum við að fara í almenningsgarð með bjór og slappa af. Eftir aðeins einn bjór á mann virtust allir vera nokkuð hífaðir sem er kannski ekki skrítið þar sem lítið var um svefn nóttina áður. Um kvöldið fórum við öll saman út að borða og samræðurnar við matarborðið voru vægast sagt skrautlegar. Allir pöntuðu sér Spaghetti Bolognese því að: when in Rome right....hehe. Svo eftir matinn fórum settumst við úti á torg og drukkum bjór, svaka kósí. Fórum svo á mjög skemmtilegan írskan pöbb, þar var alveg fullt af fólki. Það eru svakalega margir stúdentar í Bologna, virðist vera miklu fleiri en í Genova og við byrjuðum að ræða það hvort við hefðum ef til vill valið vitlausa erasmusborg hummhumm. Eftir írska pöbbinn fórum við á annan skemmtistað þar sem við dönsuðum og dönsuðum til klukkan fjögur um nóttina. Veit ekki alveg á hvaða orku en ég lærði þessa nótt að það er mögulegt að dansa nánast sofandi hehe.

Hostelið sem við gistum á var frekar ódýrt og þess vegna er það eflaust lokað á milli tvö til sex á næturnar. Við þurftum því að bíða fyrir utan hostelið í rúman klukkutíma til þess að komast inn að sofa, og vá hvað við vorum þreytt. Enginn gat sagt neitt gáfulegt en það gerði biðina líka skemmtilegri. Þetta kvöld var rosalega skemmtilegt, ég hef sjaldan hlegið jafn mikið! Á sunnudeginum vöknuðum við um hálf tólf og tókum lest til Ferrara, borg nærri Bologna. Ferrara er rosa sæt borg þar sem allir eru á hjólum.Picture 088Picture 117

Um kvöldið fengum við okkur bjór saman á enskum pöbb og fundum upp nýtt tungumál frá Genítalíu sem við töluðum allt kvöldið. Kannski er eins gott að við séum að læra í Genova því við höfum ef til vill hljómað svolítið asnalega hehe.Á mánudeginum skoðuðum við Bologna aðeins meira og meðal annars elsta háskóla Evrópu sem er staðsettur þar. Í háskólanum fann ég meira að segja til sýnis íslenska bók.

Alla ferðina vorum við rosalega heppin með veður, það var sól allan tímann. Síðan þegar við komum aftur heim til Genova var rigning!! En veðrið er að batna núna, mér sýnist sólin vera að sýna sig. Í kvöld ætlum við að kíkja í bíó og núna verð ég að fara að hafa mig til því fyrir bíóið ætlum við að hittast og fá okkur smá apperitivo. :P Vona að allt sé gott að frétta frá klakanum knúsknús.

P.s. gleymdi að nefna það að ég þarf víst að fá mér enn á ný nýtt debitkort, því á föstudeginum fór ég í hraðbanka og bankinn hreinlega át kortið mitt. Ég setti kortið inn og svo stóð, vinsamlegast bíðið. Svo ég beið, og beið og beið, þangað til að allt í einu birtist á skjánum: því miður þá er þessi hraðbanki nú bilaður!! Ég reyndi að ýta á cancel en ekkert gerðist og kortið inn í helv... bankanum. En jæja ég ákvað bara að halda ró minni og fara eftir helgina að ná í kortið. Svo fór ég í dag í bankann en viti menn, bankinn ákvað bara að senda kortið mitt til Íslands, úff! Svo ég þarf að fá enn nýtt kort sent hingað til Ítalíu. Ég veit ekki alveg hvað þetta er með mig en ég virðist vera svolítið óheppin með kortin mín hérna úti, vonandi er þetta síðasta vesenið. Góðar stundir :p.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þetta hefur verið ævintýraleg ferð :) vá vildi að ég væri þarna bara að ferðast og læti :) En nei nei á meðan striða ég við að leggja lokarhönd á verkefni og byrja að læra fyrir próf :) össss ekki nógu gott :)
Það er allt ágæt að frétta frá klakanum alltaf þetta sama vinna, hreyfing og skóli :) Maður verður að fara að breyta til og fara að gera eitthvað skemmtó :) 

Gott að vita að þú skemmtir þér þarna úti :) en leitt þetta með kortið þitt heheheheheh þér er ekki ætlað að vera að eyða peningi í einhverja vitleysu hvað varstu að fara að gera við peninginn sem þú ætlaðir að taka út .......... Mundu ekki eyða í neitt rugl .....:)

En farðu varlega og gangi þér vel :)
Kv. Sessý

Sessý (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:52

2 identicon

Hæ hæ vonandi gegnur allt vel hjá þér :) Er bara að nördast uppí skóla á að vera að læra heheheh :)

En hafðu það rosa gott :)
Kv Sessý

Sessý (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband