París

Jæja þá er Erasmus tíminn minn byrjaður, byrjaði með því að kíkja smá til Parísar. Lenti um 12:15 á staðartíma, 30. janúar, var eiginlega ekki búin að sofa neitt um nóttina svo ég dreif mig upp á hótel (Novotel) og lagði mig smá.

Þegar ég vaknaði fór ég niður í móttökuna til þess að athuga hvar best væri að fara úr lestinni til þess að skoða mig um í miðbæ Parísar. Móttökudaman var ekkert rosalega spennt yfir því að hjálpa mér og muldraði e-ð á frönsku. Þegar ég skildi ekki hvað hún meinti sagði hún það sama aftur bara hærra og með meiri pirringstón, eins og það myndi hjálpa mér að skilja. En svo var einhver asísk kona við hliðina á mér sem benti mér á stað til að fara út. Ég var mjög þakklát þó svo að ég hafi reyndar farið út á öðrum stað.

Þegar ég svo komst í miðbæinn rölti ég um og var ekki mikið að kíkja á kortið svo ég eiginlega villtist en komst svo brátt aftur á rétta leið, þ.e.a.s. ég fann Signu. Gekk með fram Signu þangað til að nefið á mér varð blátt og ákvað þá að fá mér kaffi, Café au lai, eða þ.e.a.s. Café Latte.

Gekk meira og fékk mér að borða. Svo um sjö hálf átta þegar ég ætlaði að taka lestina til baka (var svolítið smeik að labba um Parísarborg í dimmu svona alein) þá var seinkun á lestinni og ég hélt það myndi líða yfir mig það var svo mikið af fólki að bíða eftir að sama lest færi af stað. Hún fór svo af stað um klukkutíma eftir áætlun. Hálftími af því fór í að bíða fyrir utan lestina í troðningi og reyna að ákveða hvort ég ætti að troða mér inn í meiri troðning inni í lestinni og annar hálftími í að kafna inn í troðfullri lest. En þetta hófst að lokum, reyndar fór um mig nokkur ónotatilfinning því að maður nokkur í lestinni gat ekki hætt að brosa til mín, svolítið skuggalegra en það hljómar....

Verð svo bara að bæta því við að Charles de Gaulle er einhver sá ömurlegasti flugvöllur sem ég hef farið á.....mæli ekki með honum. En annars bara ágætis dagur í París.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekki flugvöllinn og hef slæmar minningar þaðan óóóóóó :)

Sessý (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband