Komin til Genova

Þá er ég komin til Genova.

Flugið gekk bara vel, frekar lítil flugvél, myair heitir flugfélagið. Ég lenti við hliðina á ítölskum manni sem talaði mjög mikið um skó. Hann er að vinna fyrir skófyrirtæki og var að koma frá París þar sem hann gekk á milli skóbúða og talaði við skóbúðareigendur um skóna sína og þeirra skó og blablabla. Fínasti kall bara, en ég hefði kannski valið annað umræðuefni. Hann talaði einnig mikið um það hvað það væri leiðinlegt að ferðast með nískum yfirmanni sínum en virtist ekki hafa minnstar áhyggjur af því að sá hinn sami yfirmaður sat hinum meginn við hann. Sem betur fer var flugið frá París aðeins klukkutími og tíu mínútur.

Í morgun fór ég upp í háskóla og beið mjög lengi áður en ég fattaði að ég var á vitlausum stað að bíða. Ég átti víst að fara einni hæð ofar. En allaveganna gekk þetta næstum því að lokum. Á mánudaginn þarf ég að fara aftur á sama stað til þess að láta einhvern fá þá pappíra sem ég fékk í morgun. En í dag þegar ég loks fékk þessa pappíra var búið að loka skrifstofunni sem tekur á móti þeim, en það var um hádegi. Nota bene þessar tvær skrifstofur eru á sama staðnum, bara á mismunandi hæð. Vitlausi staðurinn fyrr um morguninn var sem sé ekki svo vitlaus eftir allt saman. Skil ekki alveg af hverju skrifstofan sem gaf mér pappírana í morgun lætur ekki bara hina skrifstofuna fá pappírana beint.....allt mjög skondið samt hehe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin til Genova. Vona að þú getir gengið frá skráningunni á mánudaginn þá!

Sjáumst um páskana

Anika (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 15:28

2 identicon

hæ hæ vonandi gengur þér vel að finna þér íbúð hér á klakanum er 10 stiga frost vertu dugleg að blogga svo maður geti nú fylgst með þér :=)

Þóra (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 23:32

3 identicon

Jibbý frábært að þú sért með blogg :)

Gangi þér vel í íbúðarleitinni!

Krúsa (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 09:21

4 identicon

heheh.. er þetta ekki týpíst fyrir Ítali.. svona miðað við lýsingarnar sem þú varst búin að gefa okkur :)

Imba (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 21:28

5 identicon

Gaman að geta fylgst með þér á Ítaliu, það er bara skemmtilegur tími framundan hjá þér

Berglind (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 21:28

6 identicon

Hæ, gaman að þú sért að blogga,ég verð sko fastur gestur hérna og á eftir að fylgjast vel með þér;)

Heiða (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:17

7 identicon

hæ hæ vonandi hefur þú það gott og að allt hafi reddast á endanum :) Allt gengur nú bara  sinn vana gang hér í KHÍ :)  Ég og Þóra rosa duglega í bootcamp verðum svaka sexý þegar þú kemur aftur heheh  :) En allavega gaman að geta farið hingað inn og ath með þig :)

Knús og kossar

Sessý (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband