Já ítalir virðast elska pappíra

Ok þá er ég búin að vera hér í Genova í viku og það gengur allt bara vel, myndi kannski ekki segja eins og í sögu en já gengur skemmtilega. 

Ég er loks búin að ná því að innrita mig í háskólann og það var sko meira en að segja það. Ég þurfti að fara þrisvar sinnum bara til þess að skrá mig í skólann. Þrjá mismunandi daga!!! Skil ekki þessa opnunartíma. Anyway fyrst á föstudag til að fá eitt blað. Svo á mánudag til að gefa það blað og fá annað í staðinn. Svo á þriðjudag til þess að gefa það blað og fá einhverja einkunnabók og kort í staðinn. Veit eiginlega ekki alveg enn hvað þetta þýðir allt saman fyrir mig en held að það sé bara best að gera það sem mér er sagt, þegar ég skil það sem sagt er þ.e.a.s. hehe. En sum sé nú get ég farið að einbeita mér að finna kennara sem leyfa mér að taka námskeiðin sín. En vegna þess að hér á Ítalíu er ekki mjög algengt að fólk tali ensku þá þarf ég að velja sérstakalega fög þar sem kennarinn kann ensku. Veit ekki enn hvaða fög það eru en nei nei nei ég er ekkert stressuð....:/

Ég er búin að kynnast nokkrum erasmus nemum og líkar, enn sem komið er, við alla. Fyrst hitti ég þrjá stráka, einn er danskur og tveir frá Tyrklandi. Þeir eru allir mjög fyndnir, enginn af þeim kann orð í ítölsku fyrir utan sí og no og annar tyrkinn kann heldur varla stakt orð í ensku :/. Tyrkirnir eru samt mjög bjartsýnir og ætla að taka SJÖ FÖG Á ÍTÖLSKU. Skil ekki alveg hvernig þeir ætla að fara að þessu, og ég sem var að stressa mig á minni litlu ítölsku og þrem fögum. Danski Jesper mjög laid back kannski svona eins og danir eru oft. Hann er ekki mikið að stressa sig á skólanum eða hvaða fög hann ætlar að taka. Hann talaði um að kannski tæki hann svona eitt ef hann nennti. Ég held að hann sé meira bara svona að tjekka á því hvernig bjórinn bragðast á Ítalíu. 

Síðan er norskur strákur Knud, tveir finnskir strákar Niku og Miku......og nei ég er ekki að grínast hahaha. Spænskur strákur, pólskt par og tveir sænskir strákar.

Ég fór með þeim öllum á skrifstofu sem kallast SASS. Þessi skrifstofa er fyrir útlendinga og sér um allt svona sem snýr að dvalarleyfi og svoleiðis. Einnig segjast þau hjálpa útlenskum nemendum að finna húsnæði. Þessi skrifstofa er ekkert smá fyndin eða réttara sagt konan sem vinnur þarna er "fyndin". Hún talaði yfir fullt herbergi af útlendingum alveg rosalega hratt og allt á ítölsku. Svo þegar pólski gaurinn sagðist ekki skilja bölvaði hún bara honum á ítölsku og hélt áfram. Ég hefði sprungið úr hlátri, því þetta var svo fáránlegt, ef ég hefði ekki verið svona skíthrædd við hana.

Ég skildi mest af því sem hún sagði samt, allaveganna nóg til að skilja að það væru engar íbúðir að hafa fyrir okkur, hjá þeim. Danski strákurinn var þegar búinn að finna íbúð en kom samt með okkur á skrifstofuna. Þegar ítalska konan sá að hann var ekki að hlusta (sem reyndar átti við um marga því það var svo erfitt að skilja) spurði hún hann hvað hann væri að gera þarna. Þegar hann loks skildi hvað hún var að segja sagði hann: oh me,  I'm just waiting for the turkish guys.......og ég get svo svarið það, konan eiginlega bara flippaði og rak hann út, bókstaflega bannaði honum að vera þarna. Þegar við vorum svo að fara kom einn gaur sem er að vinna þarna og afsakaði samstarfskonu sína því hún væri nefnilega að reyna að hætta að reykja.....hahaha :P

En mjög skemmtilegt og viðburðaríkt í Genova. Kossar og knús a tutti :)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ!

Geðveikt gaman að sjá blogg frá þér :)

Í Edinborg þá tók allt líka svona svaaaaaakalega langan tíma. Tók okkur t.a.m. 4 vikur bara að fá bankareikning og 3 vikur að fá síma! Þessir útlendingar sko! ;)

Krúsa (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 17:34

2 identicon

Þú meinar bara fult af gaurum óóóoó færðu ekki bara að búa með honum Jesper :)  En vonandi fer þetta nú að ganga en taktu bara frændur okkar Dani til fyrirmindar :) Ekkert stress þetta reddast allt heheheh ...

Vá ég væri öruglega bara komin heim heheheheheh Þú stendur þig vel :) Gangi þér rosa vel og farðu varlega´ Kossar og knús

Sessý

Sessý (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:36

3 identicon

Heheheh... ég hugsaði nákvæmlega það sama og Sessý... .þú og Jesper... það hljómar meira að segja vel.. Gunný og Jesper.. hahah.. nei nei.. smá djók En þetta hljómar nú samt skemmtilega.. þú átt allavega eftir að muna eftir þessari kerlingu um ókomna tíð.. 

En já.. passaðu þig nú á sætu strákunum.. mannstu.. við viljum fá þig aftur heim sko... held ég meiki ekki aðra önn án þín..

Allavega.. farðu varlega og skemmtu þér vel... sakna þín sko heilmikið!!

Hilsen Imba

Imba (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband